Skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025

Skóladagatal Holtaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt og hægt að nálgast það hér. Skóladagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans og skólaráði Holtaskóla en bíður samþykktar menntaráðs Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi nemenda og starfsmanna hefst mánudaginn 25. mars.
Lesa meira

Árshátíð Holtaskóla fimmtudaginn 21. mars

Árshátíð Holtaskóla verður haldin fimmtudaginn 21. mars.
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk í grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl.
Lesa meira

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2024

Í dag fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Stapa, Hljómahöll, og kepptu þar fjórtan nemendur frá sjö grunnskólum Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2024

Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í sal Keilis. Að þessu sinni voru það sjö stúlkur og þrír drengir sem voru fulltrúar 7. bekkjar, en þau voru valin eftir bekkjarkeppni. Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
Lesa meira

Öskudagur 2024

Í dag var öskudagur haldinn hátíðlegur í Holtaskóla. Nemendur 1.-6. bekkjar þreyttu allskyns þrautir á malarvellinum og var mikið fjör. Nemendur í 7.-10. bekk fóru á milli stöðva í Keili og skemmtu sér vel.
Lesa meira

Skólastarf á morgun 13. febrúar og skipulag næstu daga

Á morgun verður skóli samkvæmt stundaskrá. Sundlaug og salir í íþróttahúsinu á Sunnubraut verða lokaðir á morgun. Þeir nemendur sem eiga að fara í íþróttir og sund hitta því kennara í íþróttahúsinu og fara með þeim í gönguferð í staðinn.
Lesa meira

Skólastarf mánudaginn 12. febrúar

Skólastarf verður í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar nema eitthvað óvænt komi upp á.
Lesa meira

Skólastarf fellur niður föstudaginn 9. febrúar

Í ljósi aðstæðna á Reykjanesinu og nú að allt heitt vatn er farið af á Suðurnesjum þá þarf að grípa til lokana víða í sveitarfélaginu þar til að varalögn kemst í gagnið.
Lesa meira