21.08.2023
Skólasetning Holtaskóla fer fram miðvikudaginn 23. ágúst og er dagurinn skertur nemendadagur. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum sínum og hvetjum við alla foreldra/forráðamenn til að mæta með börnum sínum en kennarar munu fara yfir nokkra mikilvæga þætti í skólastarfinu.
Lesa meira
03.08.2023
Frístund Holtaskóla opnar 9. ágúst næstkomandi fyrir tilvonandi 1. bekkinga sem þar eru skráðir. Að þessu sinni verður frístundin staðsett í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Lesa meira
21.06.2023
Sjálfsmatsskýrsla Holtaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 er komin á heimasíðu skólans. Skýrsluna má finna hér.
Lesa meira
20.06.2023
Skrifstofa Holtaskóla er lokuð og opnar aftur 8. ágúst kl. 9:00.
Sumarfrístund fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og eru að hefja nám í 1. bekk hefst 9. ágúst.
Lesa meira
20.06.2023
Miðvikudaginn 7. júní fóru fram skólaslit Holtaskóla í Hljómahöllinni. Skólaslitin voru þrískipt og mættu fyrst nemendur yngsta stigs kl. 9:00. Nemendur miðstigs mættu kl. 10:00 og nemendur elsta stigs kl. 11:00.
Lesa meira
06.06.2023
Nú í lok skólaársins er allt námsmat skólaársins sýnilegt foreldrum/forráðamönnum á Mentor. Við minnum á bækling skólans um námsmat en hann má finna hér.
Lesa meira
03.06.2023
Skipulag næstu viku:
Mánudagur 5. júní - Holtasprettur kl. 09:00-10:15. Frístund er opin til kl. 16:15 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur mæta á sínar starfsstöðvar.
Lesa meira
22.05.2023
Upplýsingar vegna boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STFS (Starfsmannafélagi Suðurnesja) þriðjudaginn 23. maí og til hádegis fimmtudaginn 25.maí.
Lesa meira
20.05.2023
Í kvöld hreppti Holtaskóli 2. sæti í úrslitakeppni Skólahreysti, en alls kepptu 12 skólar til úrslita. Lið Heiðarskóla hafnaði í 1. sæti og lið Garðaskóla í 3. sæti. Við óskum keppendum og þjálfurum til hamingju með glæsilegan árangur.
Lesa meira
19.05.2023
Úrslitakeppni Skólahreystis fer fram laugardaginn 20. maí í Laugardalshöllinni. Keppnin hefst kl. 19:45.
Lesa meira