Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú styttist óðum í jólaleyfi og sjálf jólahátíðin handan við hornið. Við viljum minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði sem framundan eru næstu daga.
Miðvikudagurinn 18. desember
- Allir nemendur eiga að hafa skilað inn jólapakka til umsjónarkennara, en ákveðið var af lýðræðisráði skólans að halda í þessa jólahefð.
- 5. bekkur sýnir helgileik á sal fyrir yngsta stig kl. 9.55 og miðstig kl. 10.35. Vegna plássleysis eru foreldrar/forráðamenn 5. bekkinga hvattir til að mæta á seinni sýninguna.
Fimmtudaginn 19. desember
Föstudagurinn 20. desember – Litlu jólin
Litlu jólin verða með öðru sniði þetta árið og mæta foreldrar ekki með nemendum heldur munu bekkirnir eiga rólega stund saman með kennurum sínum.
- Kl. 9.00 – yngsta stig mætir í sína heimastofu. Leyfilegt er að hafa með sér smákökur og drykk. Dagskrá er lokið kl. 10.00 og fara nemendur heim í jólaleyfi að því loknu.
- Kl. 10.00 – Bekkir á miðstigi mæta í sínar heimastofur og nemendur á unglingastigi mætir á sal. Leyfilegt er að hafa með sér smákökur og drykk. Dagskrá er lokið kl. 11.00 og fara nemendur heim í jólaleyfi að því loknu.
3. janúar
- Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá.
Við í Holtaskóla óskum öllum gleðilegra jóla, farsæls nýs árs og við vonum að allir munu njóta samverunnar um hátíðina.
Hátíðarkveðja,
Starfsfólk Holtaskóla