- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Í dag fögnum við í Holtaskóla, enda ærin ástæða til. Nemendur skólans hafa staðið sig með einstakri prýði á skólaárinu og staðið uppi sem sigurvegarar í mörgum þeim keppnum sem þau hafa tekið þátt í.
Í febrúar sigraði lið skólans spurningakeppnina Gettu enn betur keppnina, en þar keppa grunnskólar Reykjanesbæjar sín á milli. Það voru þau Anna Þrúður Auðunsdóttir, Egill Máni Jóhannsson og Gabríel Már Elvarsson sem skipuðu sigurlið skólans.
Það var svo í mars sem Þorsteinn Helgi Kristjánsson hafnaði í 2. sæti í söngkeppni Samfés. Þar koma unglingar af öllu landinu og etja saman kappi á vegum félagsmiðstöðva.
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Hljómahöllinni þann 10. apríl síðastliðinn. Keppnin er haldin á milli nemenda í 7. árgangi og tóku allir skólar Reykjanesbæjar þátt. Guðrún Lilja Magnúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari keppninnar.
Það var svo í gærkvöldi sem þau Guðni, Daria Sara, Harpa Rós, Stefán Elías og Vilhjálmur sýndu frábæra færni á úrslitakvöldi Skólahreystis. Liðið hafnaði í 2. sæti og var einungis einu stigi á eftir sigurliði Lindaskóla.
Til hamingju kæru nemendur með framúrskarandi frammistöðu, einstaka færni og frábært keppnisskap!
Áfram Holtaskóli!