Kæru foreldrar/forráðamenn.
Skólasetningin á morgun verður með breyttu sniði þetta haustið en í framhaldi af skólasetningu hefst fyrsti skóladagurinn hjá nemendum.
Skólasetning kl. 08:10
1.-5. bekkur á sal skólans
6. -10. bekkur í íþróttahúsi
Að lokinni setningu fara umsjónarkennarar ásamt nemendum og foreldrum í heimastofur þar sem kennarar fara yfir nauðsynlega þætti í skólastarfinu. Formleg kennsla hefst síðan í framhaldinu samkvæmt stundaskrá, sjá stundatöflur á Mentor.is.
- Skráning í mat hjá Skólamat hefst 22. ágúst en þau börn sem eiga að vera í áskrift fá að sjálfsögðu hádegismat frá fyrsta degi.
- Muna eftir að koma með nesti. Hugum að heilsunni og höfum það holt og gott, t.d. brauð með hollu áleggi, ávexti og/eða grænmeti. Drykkir vatn og mjólk. Gott að hafa vatnsbrúsa í töskunni. Vinsamlegast sendið börnin ykkar ekki með skyr, jógúrt og/eða boost í nesti.
- Mjólkuráskrift fram að jólum kostar 2500 kr., sjá viðhengi.
- Reykjanesbær skaffar öll námsgögn líkt og síðustu tvö ár en heima er nauðsynlegt að eiga blýant, strokleður, reglustiku, liti og vasareikni.
- Ekki er þörf á að koma með íþróttafatnað fyrir þá nemendur sem eiga að vera í leikfimi á morgun.
- Koma með skólatösku á setninguna.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kær kveðja,
Helga Hildur