29.05.2020
Verkefnin í Holtaskóla eru misjöfn hjá nemendum og stundum lykta þau misvel. Í dag var 8. bekkur að kryfja og rannsaka meðal annars þorsk og karfa í náttúrufræði. Það var gaman að fylgjast með áhugasömum nemendum að störfum á meðan þau könnuðu fiskana og líffæri þeirra.
Lesa meira
27.05.2020
Nú á föstudaginn keppir Holtaskóli í Skólahreysti. Keppnin í ár er án áhorfenda en sýnt verður beint frá riðlakeppninni á RÚV og hefst útsendingin kl. 14.30. Úrslitakeppnin verður svo í beinni útsendingu á laugardaginn og hefst hún kl. 19.40.
Í ár keppa fyrir hönd Holtaskóla keppa þau Daria Sara, Dominque Lyle, Harpa Rós og Róbert Ingi. Við óskum þeim góðs gengis í keppninni og hvetjum þau til dáða heiman frá okkur!
Áfram Holtaskóli!!!
Lesa meira
26.05.2020
Í gær fór heimilisfræðihópurinn í 3. bekk út í blíðskaparveðri. Haldið var á róluvöll í nærumhverfi Holtaskóla þar sem ætlunin var að grilla sykurpúða. Ferðin reyndist aldeilis ævintýraför, því þegar verið var að undirbúa eldstæðið kom í ljós fjársjóður. Fallegt silfurskríni hafði verið grafið í eldstæðið.
Lesa meira
22.05.2020
Sumarlesturinn 2020 er í formi lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni er að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir bóka og auðvitað að hvetja þau til lestrar.
Lesa meira
19.05.2020
Foreldrafélag Holtaskóla gaf skólanum afar veglega gjöf, sem á svo sannarlega eftir að nýtast skólanum mjög vel.
Lesa meira
18.05.2020
Starfsdagur verður í Holtaskóla föstudaginn 22. maí og þ.a.l. enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið lokað. Dagurinn verður nýttur í vinnu við námsmat vetrarins.
Lesa meira
30.04.2020
Kæru foreldrar/forráðamenn
Hefðbundið skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Inn á vef Stjórnarráðs má finna spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna. Við hvetjum foreldra til að kynna sér vefinn ef einhverjar spurningar eru en hægt er að smella hér.
Lesa meira
29.04.2020
Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin er ókeypis á netinu
Lesa meira
22.04.2020
Á morgun, fimmtudaginn 23. apríl, er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli þann dag.
Starfsmenn Holtaskóla óska foreldrum, forráðamönnum og nemendum gleðilegs sumars.
Lesa meira
16.04.2020
Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur fengið ábendingu um að hópamyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hefur verið að aukast.
Lesa meira