Starfsdagur 14. apríl 2020

Samþykkt var á fræðsluráðsfundi núna í morgun að hafa starfsdag í grunnskólum Reykjanesbæjar þriðjudaginn 14. apríl. Hann verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið og hópaskiptingu nemenda með tilliti til reynslunnar undanfarnar vikur, sérstaklega til að huga að skipulagi á fjarnámi eldri nemenda og til að ræða um fyrirkomulag námsmats með mögulega breyttu sniði.
Lesa meira

Skólastarf í Holtaskóla

Þá er vika tvö liðin undir lok frá því að samkomubann var sett á í landinu. Skipulag hefur gengið vonum framar og nemendur hafa tekist á við fjölbreytt verkefni hér í skólanum. Við látum hér fylgja með myndir frá síðustu dögum.
Lesa meira

Bangsar á ferðalagi um Holtaskóla

Bangsarnir hennar Söllu á bókasafninu hér í Holtaskóla fréttu af bangsaveiðum barna hér í Reykjanesbæ frá bangsavini sínum hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þeir tóku því fljótt til sinna ráða og hafa komið sér fyrir í gluggum skólans og vonast eftir að sjá sem flest börn á ferli. Holtaskólabangsarnir vilja hvetja alla bangsa í bænum til að koma sér fyrir í gluggum fyrirtækja, stofnanna, heimila og styðja í leið við þetta skemmtilega samfélagsverkefni.
Lesa meira

Skólastarf í samkomubanni

Þessa vikuna hefur skólahald verið með talsvert öðru hætti en nemendur, foreldrar og starfsfólk er vant. Fyrsta vika frá því að samkomubann var sett á er liðin og gekk skólastarf almennt vel fyrir sig. Nemendur í 1.-6. bekk hafa mætt annan hvorn dag í skólann og sinnt sínum verkefnum af miklum myndarbrag. Nemendur í 7.-10. bekk sinna sínu námi með aðstoð tækninnar og eru í sambandi við sína kennara rafrænt.
Lesa meira

Skertur dagur fellur niður

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta skerta deginum sem vera átti föstudaginn 20. mars fram á vorið.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning - Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Áríðandi tilkynning - Starfsdagur mánudaginn 16. mars Í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda sem gefin voru út fyrr í dag verður starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar mánudaginn 16. mars. Starfsdagurinn verður nýttur í að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilið verður lokað.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í FS 27. febrúar síðastliðinn. Þátttakendur voru alls 112 úr níu grunnskólum á Suðurnesjum. Í gær fór fram verðlaunaafhending eftir keppnina og fengu fimm nemendur Holtaskóla verðlaun.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ. Tólf nemendur voru fulltrúar sex skóla að þessu sinni. Áhorfendur fengu að njóta vandaðs og vel æfðs upplesturs og augljóst að mikil vinna og metnaðar lá að baki frammistöðu nemenda.
Lesa meira

Röskun á skólastarfi vegna fyrirhugaðs verkfalls

Kæru foreldrar/forráðamenn Dear parents, English below Eins og ykkur er eflaust kunnugt um hafa aðildarfélög BSRB boðað til verkfallsaðgerða mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Komi til verkfalls munu stuðningsfulltrúar og starfsmenn aðrir en kennarar og stjórnendur leggja niður störf. Hefðbundin sund- og íþróttakennsla verður ekki þessa daga þar sem verkfall á líka við um starfsmenn íþróttahúss og sundlaugar. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Íþrótta- og sundkennarar munu sinna kennslu með öðrum hætti en venjulega. Frístundaheimilið verður lokað og ekki verður boðið upp á hádegismat þessa daga.
Lesa meira

Lífshlaupið

Lífshlaupið er haldið árlega og er markmið þess að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og auka hana eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Starfsmenn Holtaskóla hafa tekið þátt í keppninni á hverjum ári með góðum árangri enda metnaðarfullt og kraftmikið starfsfólk í Holtaskóla. Í ár var keppnin hörð og mjótt á mununum. Starfsmenn skólans urðu í 2. sæti í flokki þeirra vinnustaða með 30-69 starfsmenn og fengu silfrið fyrir bæði fjölda daga og fjölda mínútna. Þeir Axel Ingi Auðunsson og Þorbergur Jónsson fóru og veittu verðlaunum viðtöku fyrir hönd skólans. Við erum afar stolt af okkar fólkiog óskum öllu starfsfólki skólans til hamingju!
Lesa meira