Heilsu- og forvarnarvika

Kæru foreldrar/forráðamenn Í næstu viku er Heilsu- og forvarnarvika hér á Suðurnesjunum. Markmiðið með vikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.
Lesa meira

Saumað fyrir umhverfið

Í ár var ákveðið að stefna að plastlausri Ljósanótt. Bóksafn Reykjanesbæjar hefur um árabil starfrækt Pokastöð með taupokum sem fólk getur fengið að láni og skilað eftir notkun. Er þetta verkefni samstarfsverkefni Bókasafnsins í Reykjanesbæ, Reykjanesbæjar, Rauða Krossins á Suðurnesjum, Samtökum um betri bæ og Plastlaus september. Markmið verkefnisins er að fjölga taupokum í pokastöðinni.
Lesa meira

Námskeið á vegum Skólaþjónustu Reykjanesbæjar

Við hjá Holtaskóla viljum benda foreldrum á eftirfarandi námskeið sem Skólaþjónustan í Reykjanesbæ býður upp á. Hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst, enda oft fljótt uppselt á þessi námskeið. Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Lesa meira

Upplýsingar - Skólasetning

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skólasetningin á morgun verður með breyttu sniði þetta haustið en í framhaldi af skólasetningu hefst fyrsti skóladagurinn hjá nemendum. Skólasetning kl. 08:10 1.-5. bekkur á sal skólans 6. -10. bekkur í íþróttahúsi Að lokinni setningu fara umsjónarkennarar ásamt nemendum og foreldrum í heimastofur þar sem kennarar fara yfir nauðsynlega þætti í skólastarfinu. Formleg kennsla hefst síðan í framhaldinu samkvæmt stundaskrá, sjá stundatöflur á Mentor.is.
Lesa meira

Skólasetning

Kæru foreldrar/forráðamenn Skólasetning Holtaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.10. Að lokinni skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennara sínum í kennslustofur. Að því loknu verður hefðbundinn skóladagur eftir stundaskrá hjá nemendum. 1.-5. bekkur mætir á sal skólans kl. 8.10 6.-10. bekkur mætir í íþróttahúsið kl. 8.10 Hlökkum til að sjá ykkur! Starfsfólk Holtaskóla
Lesa meira

Skólaslit Holtaskóla 2019

Þann 4. júní var Holtaskóla slitið við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Lesa meira

Holtasprettur 2019 - myndir frá úrslitum

Holtasprettur Holtaskóla fór fram mánudaginn 3. júní og sigraði 3. ES á yngsta stigi, 7. IJ á miðstigi og 10. VIS á elsta stigi.
Lesa meira

Síðasta kvöldmáltíðin 2019

Hefð er að nemendur 10. bekkja og starfsfólk Holtaskóla borði saman "síðustu kvöldmáltíðina" áður en haldið er á sameiginlega árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Vorhátíð Holtaskóla - myndir

Í dag var haldin vorhátíð Holtaskóla. Veðurguðirnir léku bæði við okkur og svo fyrir okkur, því hinn eini sanni Ingó veðurguð mætti á svæðið og hélt uppi fjörinu að loknu Regnbogahlaupinu. Gleðin skein úr andlitum nemenda, starfsmanna og foreldra.
Lesa meira

Vorhátið 2019

Vorhátíð 2019
Lesa meira