Stóra upplestrarkeppnin í Holtaskóla

Í morgun var haldin skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar hér í Holtaskóla. Tíu nemendur úr 7. bekk kepptu til úrslita og stóðu tveir þeirra uppi sem sigurvegarar og munu keppa fyrir hönd skólans í Bergi, Hljómahöll þann 11. mars. Allir nemendur sem kepptu til úrslita hafa lagt mikla vinnu og elju í undirbúning og sást það glögglega á öruggum og hljómgóðum upplestri. Þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Hrafnhildur Hilmarsdóttir og Guðlaug María Lewis voru dómarar. Hörð keppni var á milli nemenda og starf dómara vandasamt. Á meðan dómarar sinntu sínum störfum spilaði Eva Kristín Karlsdóttir á píanó. Að lokum stóðu þau Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Kári Kjartansson í 7. VR uppi sem sigurvegarar. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim keppa fyrir hönd skólans þegar skólar í Reykjanesbæ mætast í mars.
Lesa meira

Öskudagur 2020

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á öskudaginn hér í Holtaskóla. Allskyns kynja- og furðuverur voru á ferli og gaman að sjá hugmyndaflug nemenda þegar kom að búningavali og -hönnun. Unglingastigið skemmti sér við að keppa í "minute to win it" þrautum, og mið- og yngsta stig skemmtu sér á fjölbreyttum og áhugaverðum stöðvum. Skóladagurinn endaði á því að veitt voru verðlaun á mið- og elsta stigi m.a. fyrir flottasta hópinn, tvíeykið, búninginn, frumlegasta búninginn, krúttlegasta búninginn svo eitthvað sem talið upp.
Lesa meira

Skertir dagar 21. og 26. febrúar

Á morgun föstudaginn 21. febrúar er skertur skóladagur hjá nemendum og lýkur kennslu kl. 11:15. Hádegismatur verður í boði fyrir þá sem eru í áskrift. Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur sem einnig er skertur skóladagur og lýkur kennslu kl. 09:30. Að sjálfsögðu mæta allir í búning með öllu tilheyrandi í skólann þennan dag. Frístund er opin báða þessa daga fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Telma Lind 4. HRJ vinningshafi í teiknisamkeppni MS

Árlega stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni og er öllum nemendum í 4. bekk boðið að taka þátt. Í ár eigum við í Holtaskóla einn af tíu vinningshöfunum og er það hún Telma Lind Hákonardóttir í 4. HRJ.
Lesa meira

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Because of bad weather there is no school on the 14th of February.
Lesa meira

Röskun á skólastarfi vegna veðurs

Þar sem veðurspá er mjög slæm fyrir morgundaginn (föstudaginn 14. febrúar) þá biðjum við foreldra/forráðamenn að fylgjast vel með veðri og veðurspám.
Lesa meira

Starfsdagur - miðvikudaginn 12. febrúar

Kæru foreldrar/forráðamenn. Á morgun miðvikudag er starfsdagur í Holtaskóla og þ.a.l. enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið lokað.
Lesa meira

Niðurstöður ytra mats MMS

Ágætu foreldrar og nemendur Holtaskóla Menntamálastofnun hefur nú lokið ytra mati á starfi skólans sem unnið er fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstöður birtast í opinberri skýrslu sem birt er á heimasíðu Menntamálastofnunar og má finna hér.
Lesa meira

Bjarni Fritzson í heimsókn

Bjarni Fritzson kíkti í heimsókn til okkar og spjallaði við nemendur úr 5. 6. og 7. bekk.
Lesa meira

Næstu dagar og Litlu jólin í Holtaskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn Nú styttist óðum í jólaleyfi og sjálf jólahátíðin handan við hornið. Við viljum minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði sem framundan eru næstu daga.
Lesa meira